Menu Close

Tveggja manna superior herbergi með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo

34.920 kr.

Vöruflokkur:
 • Tveggja manna superior herbergi með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo – ein nótt
 • 10% afsláttur – gistináttaskattur innifalinn
 • Gjafabréfin gilda í eitt ár en ekki á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst

Afslöppun og rómantík fyrir tvo í superior herbergi á Stracta Hótel. Í boði er gisting í eina nótt ásamt þriggja rétta kvöldverði og morgunverðarhlaðborði.

Superior herbergin henta einkar vel hjónum, pörum, einstaklingum eða ferðafélögum sem vilja gista í sama herbergi. Herbergin eru stór, eða 22m2. Þessi herbergistegund hentar einnig vel þeim einstaklingum sem nota hjólastól til að komast ferða sinna, þar sem baðherbergin eru einnig mjög rúmgóð.

Tengillinn hér við hliðina gefur góða 360° yfirsýn um herbergin okkar: http://www.stractahotels.is/360/

Um Stracta

Stracta Hótel á Hellu er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar.

 • Heitir pottar
 • Gufuböð
 • Brunch um helgar á milli kl. 11.30 – 14.00
 • Hestaleiga í göngufæri frá hótelinu
 • Gönguleið niður að Ægissíðufossi
 • Sundlaug í göngufæri frá hótelinu
 • 18 holu golfvöllur í 6 mínútna akstursfjarlægð
 • Fjórhjólaleiga í göngufæri frá hótelinu
 • Nánari upplýsingar og bókanir í afþreyingu á info@stractahotels.is eða á vefsíðu Stracta

Gestir okkar geta nýtt sér heitu pottana og gufuböðin sem eru í hótelgarðinum. Matreiðslumennirnir leggja áherslu á hráefni úr næsta nágrenni eins og kostur er. Stracta Hótel leggur áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna. Hótelið er tilvalinn áningarstaður fyrir þá sem vilja upplifa og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða.

BISTRO

Bistro (Bar/Veitingastaður) er á jarðhæð hótelsins. Gestir okkar geta notið fjölda rétta, bæði í hádeginu og á kvöldin (þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo er innifalin í gjafabréfinu). Bistro veitingahúsið er góður kostur fyrir gesti með fjölbreytt úrval við hæfi hvers og eins. Opnunartími Bistro er: kl. 11:30 til 22:00 og hér má finna matseðilinn.

Smáa Letrið

 • Gjafabréfið verður sent í tölvupósti stuttu eftir kaup (verð kemur ekki fram á gjafabréfinu).
 • Til að bóka herbergi sendir handhafi gjafabréfsins inneignarnúmerið á info@stractahotels.is með ósk um dagsetningu.
 • Gildir fyrir tvo í superior herbergi.
 • Innritun er frá kl. 15:00 og útritun er kl 12:00.
 • Við innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu við öðru en gjafabréfið nær til.
 • Vinsamlegast athugið að afbóka þarf með 48 klst. fyrirvara, annars telst inneignarmiðinn notaður.
 • Frekari upplýsingar eru veittar í síma 531-8010 eða á info@stractahotels.is
 • Gildistími: Eitt ár eftir greiðslu. Ekki er hægt að nota gjafabréfin í júní, júlí eða ágúst.